Vikurnar þjóta framhjá og lífið og starfið hjá börnunum ykkar í leikskólanum er til fyrirmyndar.
Það er ljúfur leikur á hverju leiksvæði og það sést hvað litlu krílin ykkar eru að læra í samskiptum.
Þau yngri leika ennþá í samhliðaleik á meðan þau sem eru orðin eldri leika við vini sína allan daginn úti og inni.

Eins og ég talaði um á foreldrafundunum þá styðjumst við við kenningar ýmissa fræðimanna í starfinu með börnunum og er Berit Bae ein af þeim. Eitt af því sem hún leggur áherslu á í kenningum sínum er „viðurkenning“ en hún segir:

Hugtakið viðurkenning beinist að því að vilja í einlægni stuðla að þroska viðkomamdi. Viðurkenning er ein mikilvægasta forsenda þorska sjálfsins. Viðurkenning er grundvölluð á ákveðnu jafnræði. Tengslin eða samspilið getur ekki orðið að jafnræðisgrundvelli ef annar aðilinn í samspilinu lítur á sig sem minni máttar eða æðri hinum og þá verður engin viðurkenning í samspilinu. Viðurkenning hins fullorðna felur í sér að viðhorf hans til barnanna sé að það hafi rétt til sjálfstæra hugsana. Þetta eru þínar hugsanir, þetta eru svo mínar.
Börn hafa rétt til að hafa eigin reynslu og upplifanrir. Hinn fullorðni þarf ekki að samþykja þær sem réttar en barnið fær leyfi til að hafa sýnar eigin skoðanir og tjá sig um þær án þess að vera niðurlægður. Samspil getur því ekki verið viðurkennandi ef annar aðilinn í samspilinu lítur á sig sem meira virði en hinn eða þann sem alltaf veit hvað hinum er fyrir bestu.

Það er gaman að kafa í viskubrunna Beritar og kenna starfsfólkinu fagleg vinnubrögð.

þar til bæst
bestu kveðjur
Sólveig
leikskólastjóri