Kæru foreldrar

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða um leið og ég óska ykkur öllum velgengni og gleði á árinu 2024

Við starfsfólkið í Vinaminni hlökkum til að starfa með börnunum ykkar á nýja árinu, sól er farin að hækka á lofti og fyrr en varir verður sumarið á næstu grösum.
Það er svo margt að gerast hjá börnunum ykkar á hverjum degi og við starfsmenn skólalas tilbúir að ýta undir þroska þeirra með faglegum leiðbeiningum og kennslu.
Nýtt ár hefur alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi í farteskinu og um að gera að nýta það til hins ýtrasta á jákvæðan og góðan hátt.
Njótið áramótanna og farið varlega með flugeldana. 🙂

Þar til næst
Sólveig Einarsdóttir