Leikskólinn Vinaminni er fjögurra deilda einkarekinn leikskóli,

hann starfar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum landsins. Auk þess hefur leikskólinn sína eigin námskrá sem er byggð á þeirri hugmyndafræði, markmiðum og áherslum sem starfsfólk hefur sameinast um og hentar ytri aðstæðum skólans.

Í Vinaminni er unnið metnaðarfullt fagstarf þar sem hverju barni er mætt á eigin forsendum. það er einnig gott foreldrasamstarf í skólanum með virkri þátttöku foreldra.

Foreldramorgunverður á föstudögum eflir tengsl foreldra og starfsmanna og foreldranna sín á milli

einnig er yndislegt fyrir börnin að fá foreldrana inn í leikskólann og eiga með þeim notalega stund.

Útileiksvæðið er útbúið leiktækjum frá Barnasmiðjunni og fyrir utan garðinn er stór hóll sem er mjög gaman að fara á, sérstaklega yfir veturinn þegar hægt er að renna sér í snjónum. Þá er líka leikssvæði borgarinnar við hlið leikskólans og notum við það svæði óspart til að fá meiri tilbreytingu í útileikinn.

Lögð er mjög mikil áhersla á að taka vel á móti hverju barni svo það finni sig velkomið og mikilvægt í leikskólanum.

Börnin þurfa að upplifa öryggi og það viðmót sem þau mæta getur haft úrslitaþýðingu varðandi góð samskipti og tengsl.

Leikskólinn er opinn frá kl: 7:30 til kl: 17:00

Umsókn um dvöl

Í Vinaminni eru um 86 hamingjusöm börn að leik á degi hverjum

Sagan okkar

Leikskólinn hefur að geyma margar góðar og skemmtilegar sögur

Hugmyndafræðin

Mikilvægt er að styðjast við góða og gilda hugmyndafræði við leik og starf

Markmiðin

Með sameiginlegu markmiði næst betri árangur

Starfsfólk

Fagmennska starfsfólks er í fyrirrúmi

Starfsáætlun

Árið í hnotskurn

Skólanámskrá

Grunnurinn að góðu og markvissu starfi er skólanámskráin