Ég vil þakka ykkur öllum sem sáuð ykkur fært að koma á OPIÐ HÚS í Vinaminni 1. maí síðastliðinn fyrir komuna. Það var svo yndislegt að sjá hvað það komu margir en það komu á þriðja hundrað gestir í skólann þennan dag.
Eins og ég hef alltaf sagt þá eru verk barnanna þau mikilvægustu og skemmtilegustu verk sem fyrir finnast. Börnin eru svo skapandi og þau geta fært tilfinningar, hugsanir og ætlanir sínar í myndmál sem er svo stórkostlegt. Það er hægt að lesa svo ótal margt út úr myndverkum barna og við skulum aldrei vanvirða verk þeirra.
Það sagði einn afinn við mig á OPNA HÚSINU á fimmtudaginn, Þið setjið myndirnar svo fallega upp, já sagði ég við eigum að bera virðingu fyrir verkum barnanna og setja þau fallega upp til sýnis á sýningunni. Það er líka virðing við börnin og vinnu þeirra.
Börnin eru besta fólkið, þau eru að þroskast og dafna í leikskólanum sínum og eiga að fá verkefni sem efla þau áfram svo þau vilji halda áfram og þróa verkefnin sín. Verkefni og leikur barnanna á að vekja forvitni þeirra til að þau vilji vita meira og meira og kanna hlutina nánar og prófa sig áfram í dagsins önn. Þau eru að læra á lífið og tilveruna og þau eru að læra hvað er rangt og hvað er rétt, hvað ber árangur og hvaða leiðir þau geta farið til að ná þeim árangri sem þau óska sér. (markmiðasetning)
Það skiptir máli að gleðin sé við völd í starfinu með börnunum og starfsmenn skólans hvetji þau áfram á jákvæðan hátt þannig að þau finni sig örugg, máttug og að þau geti. Börnin fá síðan þær leiðbeiningar starfsmanna sem þau óska eftir við viðfangsefnin sem gerir verkefnin svo skemmtileg, fræðandi og auðveld.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er svo sannarlega mikilvægur grunnur lagður í lífi og starfi leikskólabarnanna.
Þar til næst
Sólveig Einarsdótir
framkvæmdarstjóri
Vinaminnis