Kæru foreldrar

Gleðilegt sumar
Nú er sumarið vonandi að hefja dvöl sína á landinu og börnin í Vinaminni geta farið að njóta útiverunnar, hreyfingarinnar, sumarylsins meira og geta leikið úti með vinum sínum.
Að sjálfsögðu verður nágrenni skólans skoðað vel í vettvangsferðum en það er uppáhald barnanna að geta farið út fyrir garðinn. Þeim finnst þau frjáls eins og fuglinn fyrir utan það hvað þau sjá margt úti í náttúrunni en það skiptir ekki máli hvað þau fara oft á sömu staðina þau upplifa alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt í hverri ferð.
Á eldri deildum skólans verður börnunum boðið að fara í hjólaferðir en þá verður farið aðeins lengra útfyrir garðinn okkar en í vettvangsferðunum, börnin fara þá í litlum hópum með starfsmönnum sínum allt eftir hæfni og kröftum barnanna. Þau elstu fara aðeins lengra en þau sem yngri eru.
Það er því von okkar að sumarið verði okkur hliðhollt og hægt að vera úti allavega án pollagallans þó svo að stuttbuxurnar og stuttermabolurinn megi bíða.

Við ætlum aðeins að breyta dagskrá sumarsins frá fyrri árum en námsferðir elstu barnanna verða ekki farnar svona þétt þ.e.a.s. ekki farið á hverjum degi helgur með skikkanlegu millibili.

Með von um að allir njóti sumarsins vel og láti ekki smá rigningarúða aftra því að njóta náttúrunnar.
bestu kveðjur
Sólveig