Kæru foreldrar

Jæja nú er aðlögun hjá nýju börnunum okkar á lokametrunum og allt að verða rólegt og gott í skólanum.
það er notalegt að labba um skólann þegar allir eru í góðum leik og una sér vel.
Haustpestarnar hafa samt ekki látið á sér standa eins og undanfarin ár en það er eitthvað sem við þurfum að gera ráð fyrir í starfinu. Ég held samt að þær séu verri eftir að covid kall tók sér pláss í þjóðfélaginu.

Nú í október verður ykkur boðið að koma á foreldrafundi í leikskólanum og verður fundur fyrir foreldra af einni deild í einu. Deildarstjórarnir sjá um að auglýsa fundina.

Skólastarfið er komið á gott skrið, Vísdómsstundir elstu barnanna í skólanum halda sínum velli á þriðjudögum og fimmtudögum, barnahópurinn er alveg yndislegur og börnin heldur betur dugleg að taka þátt, koma með hugmyndir og þau eru sérstaklega dugleg hvert og eitt að taka þátt í umræðunum sem eru í upphafi hverrar stundar.

Hópastarfið hjá tveimur næstu aldurshópum er líka komið á gott skrið og hópavinnan hjá börnum á öðrum deildum er í starthólunum.

Börnin ykkar fá sem betur fer að njót útiverunnar ennþá þar sem haustið hefur leikið við hvern sinn fingur á þessum haustdögum.

Þar til næst
Kveðja
Sólveig