Kæru foreldrar

Foreldrafélag leikskólans Vinaminnis bauð okkur starfsmönnum upp á skemmtilegt hópefli (námskeið) 28. september síðastliðinn.
Hann Agnar sem er kennari, leikari og leikstjóri með meiru kom til okkar og lét okkur gera ýmsa skemmtilega hluti saman. Við hristum að sjálfsögðu verkefnin vel af hendi enda vandfundið annað eins lausnamiðað teymi eins og starfsmannahópurinn í Vinaminni er. Allir skemmtu sér vel og við fórum hlæjandi heim til okkar að loknu námskeiðinu og vöknuðum með bros á vör daginn eftir.
Við starfsfólk Vinaminnis þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða okkur þetta skemmtilega námskeið/hópefli sem við nutum svo sannarlega vel. Við verðum eflaust brosmildari í vinnunni okkar með börnunum eftir þetta enda er það eitt af lykilatriðum í starfinu að starfsfólk sýni gleði sína óspart í leik og starfi með börnunum ykkar.

Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri