Kæru foreldrar

Síðastliðinn föstudag þ.e. 24. september kom leikhópurinn Lotta í boði foreldrafélagsins og skemmti börnunum ykkar.
Þetta var útisýning þannig að börnin fóru á grasvöllinn fyrir utan garðinn og leikhópurinn söng og sprellaði fyrir þau þar. Sem betur fer var veðrið gott og börnin nutu sýningarinnar vel. Sum barnanna á Álfasteini gátu ekki haldið út sýninguna og sofnuðu í fangi hinna fullorðnu.
Við þökkum foreldrafélaginu fyrir sýninguna það er alltaf gaman fyrir börnin að fá skemmtun í skólann sem brýtur upp hið daglega nám í skólanum.

Sólveig