Vetrarstarfið er að fara af stað af fullum krafti.

Vísdómsstundirnar voru settar fimmtudaginn 2. september og við vorum mjög glöð að geta haft foreldra elstu barnanna sem stunda nám í Vísdómsstundum skólaárið 2021 – 2022 með á setningunni. Elstu börnin eru að undirbúa sig fyrir áframhaldandi skólagöngu þ.e. grunnskólann. Þau eflast í félagsfærni meira en nokkuð annað því hvað er mikilvægara en að vera félagslega sterkur þegar út í grunnskólann kemur.

Það er að mínu viti stærsta skrefið sem börnin stíga á lífsleiðinni þegar þau hefja grunnskólagönguna. Börnin fara úr hinu verndaða umhverfi leikskólans yfir í stórann heim grunnskólans, en þar verða þau allt í einu svo pínu lítil.

Það er mikilvægt að elstu börnin fái að njóta sín í leikskólanum og fái að vera elst. Þau þurfa að hafa meira krefjandi viðfangsefni á síðasta leikskólaárinu þar sem þau eru svo fróðleiksfús og tilbúin að vita meira í dag en í gær. Leiklist er stór þáttur í starfi elstu barnanna í leikskólanum en í leiklistinni eru börnin að efla hugmyndaflugið, skapa, taka tillit til hvers annars og ekki síst taka ábyrgð. Þetta er mikilvæg og skemmtileg vinna sem fer fram í Vísdómsstundum.

Í næstu viku byrjar hópastarfið og útikennslan hjá öðrum aldurshópum svo nóg er um að vera hjá börnunum ykkar.

Yngstu börnin á Álfasteini og Dvergasteini eru mjög dugega að aðlagast leikskólanum sínum. Þau fara út að leika þegar veður leyfir og fá ferskt loft í lungun. Það er gaman að sjá hvað þau eflast með hverri vikunni sem líður og þau verða öruggari.

Þar til næst

Sólveig Einarsdóttir