Grunnskólabörnin okkar hafa nú yfirgefið leikskólann sinn og hafið nám á næsta skólastigi.
Við hefjum því vetrarstarfið með leikskólabörnunum í næstu viku.
Setning Vísdómsstundanna fyrir elstu börnin verður fimmtudaginn 2. september. Þá bjóðum við foreldrum þessara barna að koma og vera við setninguna. Hópastarfið byrjar í vikunni 6.-10. september, en þá byrjar einnig útikennslan. Valið verður á sínum stað í starfinu, flæði og margt, margt fleyra. Börnin ykkar fá metnaðarfullt skólastarf sem miðað er við aldur og þroska hvers barns og barnahóps.

Við starfsfólk leikskólans hlökkum ótrúlega til að hefja vetrarstarfið með börnunum ykkar, við leggjum áherslu á að hvert og eitt barn njóti sín í starfinu, en börnin eru svo fróðleiksfús og með frjóa hugsun sem nauðsynlegt er að efla.

Þar sem Covid er enn að banka á dyrnar hjá okkur viljum við halda öllum sóttvarnarreglum í skefjun og reyna eftir bestu getu að halda þessari óværu fyrir utan dyrnar. Við kunnum þetta öll og hjálpumst að. Það er fátt mikilvægara en að börnin ykkar geti mætt á hverjum degi í leikskólann sinn, leikið með vinum sínum og fengið viðeigandi nám í skólanum.

Munið kæru foreldrar að hafa samband við deildarstjóra barnsins ykkar þegar ykkur langar til, ef þið þurfið að koma skilaboðum til þeirra, fá upplýsingar um barnið ykkar, starfið eða bara viljið spjalla. Þið vitið hvaða upplýsingar þið viljið fá frá skólanum og það er á ykkar ábyrgð að sækja ykkur upplýsingarnar í þessu covid ástandi.

Deildarstjórar munu mjög fljótlega senda ykkur póst vikulega um starfið á deildinni. Við munum ekki senda myndir úr leikskólastarfinu til ykkar þar sem við berum ábyrgð á því að myndir af börnunum í skólastarfinu fari ekki inn á samfélagsmiðla en þar kemur persónuvernd sterkt inn.

Höfum gott samstarf milli leikskóla og heimila þarátt fyrir Covid, við getum líka hjálpast að með samstarfið.

þar til næst

Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri