Þá er rútínana komin af stað aftur eftir gott sumarfrí. Mikið er nú gott að byrja aftur eins og það var langþráð að komast í sumarfríð.

Covid ætlar greinilega að fylgja okkur inn í skólaárið en við tökum því með stakri ró og gerum eins og okkur ber í sóttvörnum og fyrirmælum frá yfirvöldum.

Það er mjög mikilvægt meðan þið foreldrar getið ekki komið inn í skólann að þið hringið í deildarstjóra barnsins ykkar ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar um starfið eða um barnið sjálft. Deildarstjórar senda upplýsingar til ykkar en vita kannski ekki alveg hvað þið viljið vita svo hringið endilega eins oft og þið viljið 🙂 stundum er gott bara að heyra í deildarstjóranum.

Börnin ykkar eru glöð og kát og þau voru ótrúlega dugleg að koma inn í skólann í morgun án þess að þið kæmuð með þeim inn.
Aðlögunin á nýju nemendunum okkar er að fara af stað og það er bara tilhlökkunarefni að fá þá í skólann.

Grunnskólabörnin verða hjá okkur allflest þar til grunnskólarnir byrja.

Nýja skólaárið leggst vel í okkur í Vinaminni og við hlökkum til að byrja skólastarfið í september.

þar til næst

Sólveig
leikskólastjóri