Kæru foreldrar

Eins og undanfarin ár verða hjóladagar í leikskólanum. Þá geta börnin komið með hjólin sín og hjálmana í leikskólann og starfsmenn fara með börnunum í litlum barnahópum í hjólaferðir, stuttar og langar allt eftir því hvað börnin geta farið langt. Hjólaferðirnar verða auglsýstar betur síðar á hverri deild fyrir sig.

Leikstöðvar verða í garðinum á góðum dögum i sumar. Má þar nefna krítar, sápukúlur, smíðar, dúkkur og tjald, stultur, mála með vatni og pennslum, mála með málningu á trönum, boltar og húllahringir svo eitthvað sé nefnt. Einn starfsmaður er á hverri leikstöð og aðstoðar börnin eftir þörfum.
Það verður því mikið og skemmtilegt að gera hjá börnunum ykkar í sumar.