Kæru foreldrar.

Nú fer vetrarstarfinu senn að ljúka og sumarstarfið að taka við. Eins og annarsstaðar hefur vetrarstarfið dregist töluvert á langinn út af Covid 19 en meðan við vorum með lokað milli leiksvæða barnanna voru ekki vísdómsstundir né hópastarf í gangi.
Við ætlum að slíta hópastarfinu í næstu viku og við ætlum að hafa skólaslit Vísdómsstundar-barna, elstu barnanna, laugardaginn 6. júní. Börnin sem hafa stundað nám í Vísdómsstundum skólaárið 2019-2020 fá að gista í leikskólanum aðfaranótt 6. júní en þann dag þ.e. laugardaginn 6. júní verða formleg skólaslit kl: 10:00
Sumarstarf Vísdómsstundar- barnanna hefst svo þriðjudaginn 9. júní með því að þau fara í ferðir alla daga, stundum verða hjóladagar og þau hjóla í lengri ferðir eða þau taka strætó á aðra staði. Ferðir eru t.d. Klambratún þar sem þau geta farið í frispí, Hvalasafnið, Árbæjarsafnið, Heiðmörk, svo eitthvað sé nefnt en þau enda sumarferðirnar sínar á því að fara í Viðey og eyða einum degi þar. Þetta eru skemmtilegar ferðir fyrir börnin, þau verða víðsýnni og fá innsýn inn í fjölbreytta og fræðandi staði í Reykjavík.
Það má búast við því að þau verði voða þreytt eftir fyrstu vikuna en það er allt í lagi, skemmtunin verður yfirsterkari en þreytan og þá er gott að fara bara aðeins fyrr að hvíla sig á kvöldin.

Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri