Kæru foreldrar

Vonandi hafið þið öll haft það gott í sumarfríinu sem er senn á enda.
Fimmtudaginn 6. ágúst mæta börnin aftur í leikskólann og hefja næsta skólaár í leikskólanum sínum.
Við starfsfólkið mætum á miðvikudaginn 5. ágúst rifjum upp eftir frííð og gerum tilbúið fyrir komu barnanna ykkar í skólann.

Þar sem Covid 19 hefur aftur látið sjá sig í þjóðfélaginu þurfum við öll að fara varlega, ég sendi póst til ykkar á þriðjudaginn og læt ykkur vita hvernig við ætlum að vinna gegn því að fá þennan vágest inn í hús til okkar.
Hlökkum til að fá börnin í skólann og byrja vetrarstarfið.

Þar til næst
Bestu kveðjur
Sólveig
leikskólastjóri