Kæru foreldrar

Jæja þá förum við vonandi að sjá fyrir endann á samkomubanninu en mánudaginn 4. maí geta leikskólar hafið eðlilegt skólahald aftur ef engar óvæntar breytingar eiga sér stað.
Annars hefur lífið gengið mjög vel í leikskólanum Vinaminni.
Börnin leika í fámennum hópum og una sér vel. Það er ótrúleg gaman að sjá börnin þegar þau hafa jafnvel verið heima í nokkra daga og koma svo aftur þá þurfa þau svo mikið að tala við vini sína að þau gleyma næstum að borða matinn sinn.
Það er komið vor í lofti og við vonumst til að vorið og sumarið verði gott og við getum notið útiveru og gönguferða um nánasta umhverfi skólans.
Við þurfum því miður að blása af viðburði skólans eins og sveitaferðina, opna húsið og við sjáum til með sumarhátíðina. Það borgar sig ekki að ana að neinu heldur fara gætilega og sjá til þess að Covid 19 nái ekki tökum á okkur.
Þar til næst
Sólveig