Kæru foreldrar!
Börnin á Dvergasteini halda áfram að þjóta áfram í þroska. Þau eru orðin svo stór, farin að tala svo mikið, dugleg að leika, hlusta á sögu, syngja og samhliðaleikurinn er í fullum gangi. Einbeitingarþráðurinn þeirra lengist með hverjum mánuðinum sem líður auk þess sem félagsfærnin eykst.
Börnin sækja í að leika við hvert annað og nú fara þau að fá erfiðari viðfangsefni til að kljást við eins og t.d. eru þau farin að vera meira í flæði og vali með Völusteini. Þá geta þau teygt sig aðeins ofar í þroska þegar þau sjá hvað börnin á Völusteini eru að gera sem er bara yndislegt. Börnin eru mjög dugleg að vera úti þegar veður leyfir og það er ekki of kalt. Það er gaman að sjá þessi litlu kríli koma inn með rjóðar kinnar og glampa í augunum þegar þau eru búin að leika sér úti í snjónum.
Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lífi barnanna ykkar og vera aðnjótandi þroskaferli þeirra á hverjum tíma fyrir sig því allt gerist þetta svo hratt.

Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri