Kæru foreldrar!
Börnin á Völusteini eru orðin svo stór og dugleg. Það er gaman að sjá hvað þau eru ótrúlega dugleg að leika, hlusta á sögu, syngja, hjálpa sér sjálf t.d. að klæða sig út og um fram allt að leika sér saman. Hvað er betra en eiga góða vini til að leika með? Börnin eru líka dugleg að fara út að leika og í útikennslu en í útikennslunni fara þau út fyrir garðinn og kanna umhverfið, fuglana, trén, vindinn, rigninguna, snjóinn, hljóðin í umhverfinu og bara allt það sem fyrir augu og eyru ber. Þau starfa líka í hópastarfi þar sem ákveðið þema er tekið fyrir með þeim. Þau skoða, kanna, ræða saman, deilda hugmyndum, teikna og njóta.
Börnin á Völusteini fara líka í val og flæði ýmisst með börnunum á Dvergasteini eða Töfrasteini.
Það er því nóg að gera hjá börnunum ykkar á Völusteini og forréttindi að fá að taka þátt í lífi þeirra á þessum mikilvægu mótunarárum sem leikskólaárin eru.

Þar til næst
Sólveig
leikskólstjóri