Kæru foreldrar
Fimmtudaginn 6. febrúar er “Dagur leikskólans.” Að því tilefni ætlum við að bjóða ykkur foreldrum að taka þátt í “Flæði” í leikskólanum föstudaginn 14. febrúar kl: 9:00-10:30 eftir foreldramorgunverðinn.
Deildarstjórar hverrar deildar byrja á því að bjóða ykkur með börnunum ykkar í söngstund, síðan byrjar “Flæðið”. Komið og njótið stundarinnar með börnunum ykkar í leikskólanum. Þátttaka ykkar í starfinu styrkir samstarf leikskóla og heimilis auk þess sem það er alltaf gaman fyrir foreldra að kynnast því sem börnin taka sér fyrir hendur í skólanum sínum.
Leikskólastjóri.