Kæru foreldrar!
Til hamingju með daginn hús-bændur.
Mikið er búið að vera gaman hjá börnunum ykkar í dag á sjálfan Bóndadaginn. Dagurinn byrjaði á því að sett var upp flæði í öllum leikskólanum og börnin gátu farið um allan skólann og leikið, meira að segja voru litlu börnin á Álfasteini með í “flæðinu”.

Börnin gerðu sér höfuðskraut í vikunni til að skarta á þorrablótinu. En í dag á sjálfan Bóndadaginn var borðaður þorramatur í tilefni dagsins. Sett voru upp langborð á deildunum sem skreytt voru með kindahornum, lopa og íslenska fánanum og þorramaturinn smakkaður eftir því sem hver og einn treysti sér til.

Á Töfrasteini var maturinn settur á hlaðborð og börnin völdu sér mat af hlaðborðinu. Þau settust svo við langborðið með höfuðskrautin sín sem þau höfðu búið til, hlustuðu á þjóðsönginn og borðuðu þorramat og íslenskt skyr. Varla var hægt að hafa hádegisverðinn þjóðlegri að þessu sinni.

Þar til næst.
Bestu kveðjur
Sólveig