Kæru foreldrar.
Börnin ykkar á Völusteini hafa fengið sinn skerf af pestum á nýja árinu, þau eru samt sem betur fer að týnast aftu inn í skólann sinn og geta farið að leika við vini sína.
Eins og öllum er kunnugt um er Jolanta orðin deildarstjóri á Völusteini og gengur það mjög vel. Jolanta er mjög áhugasöm um starfið á deildinni með börnunum ykkar, hún er hugmyndarík, jákvæð, glaðlynd og mjög barnagóð. Hún hefur gott starfsfólk með sér á deildinni og saman vinna þær mjög gott starf. Börnin fá áfram eins starf og þau fengu þegar Pernille var deildarstjóri og má þar nefna, val, flæði, samval með Dvergasteini og svo Töfrasteini, útikennslu og myndlistarstarf í Smiðjunni.
Í útikennslunni eru börnin t.d. að hlusta á hljóðin í umhverfinu og það hvernig marrar í snjónum undir fótum þeirra, svo er hægt að renna sér á snjóþotu í brekkunni, og það er hægt að búa til snjókarl úr nýföllnum snjó ef hann er passlega blautur. Þau sjá kannski krumma og heyra hann krúnka, skoða trén og fá élina í andlitið auk hundslappadrífu, rigningu, rok, golu og annað það sem náttúran ber í skauti sér.
Jolanta mun fljótlega bjóða ykkur foreldrum í foreldraviðtal þar sem þið getið rætt um stöðu barnsins ykkar í leikskólanum.
Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri