Kæru foreldrar
Nýja árið byrjar vel á Dvergasteini. Umgangsperstir hafa sem betur fer ekki herjað mikið á börnin þar. Börnin ykkar eru á fullri ferð að þroskast og okkur finnst þau vera orðin voða fullorðin miðað við í haust síðastliðið. Nú fer starfið hjá börnunum á Dvergasteini að breytast, börnunum verður boðið að fara neira í val þar sem þau geta valið hvað þau vilja gera hverju sinni. Til dæmis er í boði að leika í fínhreyfingarverkefnum eins og að perla, pússla, leira, lita, leika með kubba af ýmsu tagi, leika í búinu þar sem fjölskylduleikurinn er, fara í smiðjuna að mála eða vinna í ýmiskonar myndlist þar eða fara út að leika. Einnig verður flæði í boði fyrir börnin suma daga og þá geta börnin farið (flætt) milli leikstöðva að vild. Samval verður milli Dvergasteins og Völusteins þannig að þegar börnin ykkar færast af Dvergasteini yfir á Völustein þá verður það svo óskaplega auðvelt. Þau þekkja þá deildina og starfsfólkið þar. Þessi viðbót við starfið á Dvergasteini hjálpar börnunum að verða sjálfstæðari og sjálfsöruggari einstaklingar sem „þora“ en það getur verið erfitt hjá sumum börnum.
Börnin á Dvergasteini eru dugleg að leika úti þau eru full orku sem er það sem við viljum sjá.
Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri