Litlu krílin á Álfasteini hafa heldur ekki orðið varhluta af veikindahrinunni sem gengið hefur yfir landsmenn. Þau sem mæta í skólann eru samt mjög dugleg að leika, borða og sofa eins og venja er með fólk á þessum aldri.
Það hefur ekki verið mikil útivera hjá börnunum á Álfasteini eftir áramótin því verðrið hefur ekki verið til þess fallið að litlir fætur geti fótað sig í snjó, roki, hálku og kulda. Það er kannski betra að læra fyrst að ganga óstudd og örugg inni á sléttum gólffleti áður en farið er út á víðan öll.
Í staðinn hafa börnin leikið inni en það er svo gaman að koma inn á Álfastein og fylgjast með því hvað börnin ykkar eru dugleg að dunda sér og leika, það er svo mikil ró yfir börnunum á Álfasteini.
þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri