Kæru foreldrar.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið. Ég hef á tilfinningunni að árið 2020 verði gott ár og ég hlakka til þess að vera með yndislegu börnunum ykkar í Vinaminni á nýja árinu.

Vetrarstarfið heldur áfram hjá okkur í Vinaminni og nú fljótlega munu deildarstjórar bjóða ykkur foreldrum í foreldraviðtöl þar sem þið munuð taka samtal um hvernig barninu/börnunum ykkar vegnar í skólanum sínum.

Mikil veikindi hafa hrjáð börnin ykkar undanfarið en vonandi fer allt að komast á rétt ról hvað það varðar svo þau geti farið að taka þátt í leikskólastarfinu aftur og leikið við vini sína.

Nú þegar sólin hækkar á lofti um eitt hænufet á dag verður lífið allt léttara og vorið nálgast óðum. Börnin ykkar verða mikið í útikennslu á vorönninni þau skoða náttúruna í vetrarskrúðanum. Þau munu gefa hljóðunum í umhverfinu gaum, finna marrið í snjónum, skoðað tréin, þau sjá jafnvel krumma og heyra hann krunka, fylgjast með snjókomunni, og finna élin í andlitinu, hundslappadrífuna, rigninguna, vindinn, rokið, goluna og allt það sem náttúran og veðrið gefur af sér. Þetta verður skemmtilegur tími og því hver árstíð hefur sína sjarma, upplifanir og lærdóm.
bestu kveðjur
Sólveig
leikskólastjóri