Kæru foreldrar
Þá styttist í jólaballið okkar miðvikudaginn 18. desember, en eins og undanfarin ár verður jólaballið í Danshöllinni í Drafnarfelli. Húsið opnar kl. 8:30 f.h. svo allir geti verið komnir og gert sig og börnin tilbúin til að byrja að dansa kringum jólatréð kl: 9:00 Ég vil biðja ykkur foreldrana að vera dugleg að mynda hringi í kringum jólatréð svo dansleikurinn gangi sem best fyrir sig og börnin njóti stundarinnar vel. Jólasveinarnir koma í heimsókn þeir syngja og sprella með börnunum og koma með glaðning í poka fyrir þau. Það er upplagt að fá sér hressingu meðan jólasveinarnir eru að afhenta börnunum gjafirnar. Það verður í boði flatkökur með hangikjöti, piparkökur og heitt súkkulaði. Það er bara um að gera að njóta stundarinnar saman og gera sig ennþá tilbúnari í sjálfa hátíðina.
Hlakka til að vera með ykkur öllum á jólatrésskemmtuninni.
bestu kveðjur
Sólveig