Börnin á Töfrasteini eru mjög duglegir nemendur í skólanum. Þau eru að hamast við að búa til jólagjafir fyrir ykkur foreldrna og þeim finnst það mjög gaman og þau hafa ákveðnar hugmyndir sem þau útfæra fyrir ykkur.
Börnin ykkar eru dugleg að leika og eru flest farin að mynda sterk vináttubörn við vini sína, sum eru ennþá að fikra sig áfram í þeim efnum og er það bara allt í lagi. Það er byrjað að syngja jólalögin á Töfrasteini og börnin eru mjög fljót að rifja upp jólalögin og eru dugleg að biðja um ákveðin jólalög sem þau kunna og þeim finnst skemmtilegust oftar en ekki eru það lögin um jólasveinana. Þetta er skemmtilegur tími fyrir börnin.