Jæja jólaundirbúningurinn er að fara af stað hjá okkur og eru börnin byrjuð að gera jólgjafir fyrir ykkur foreldrana, þau eru natin og vandvirk við þá iðju og þeim finnst það mjög gaman. Það er mikil ró og spekt á deildinni núna enda eru starfsmennirnir að vanda sig að tala lágt og þá fara börnin líka að tala lágt. Börnin eru ótrúlega dugleg að leika og dunda sér í leik. Þau eru mjög dugleg að pússla og vinna verkefni sem lengir einbeitingarþráðinn hjá þeim. Þau eru líka dugleg að hlusta á sögu og allir syngja mikið saman á Völusteini. Nú eru allir í skólanum farnir að syngja jólalögin enda veitir ekki af tímanum til að vera búin að læra söngvana þegar jólin loksins koma.