Börnin á Dvergasteini eru ótrúlega dugleg að leika sér og dunda. Þau eru líka dugleg að sitja í samverustund og hlusta á sögu og líka dugleg að sitja í söngstund og syngja. Mörg barnanna eru aðeins farin að syngja með en oft eru það fyrstu og síðustu orðin í málsgreininni sem þau læra fyrst. Að sjálfsögðu er leikræn tjáning notuð með söngnum sem fangar hugi barnanna vel og textinn situr betur eftir. Þetta er líka mikil málörvun sem fer fram í þessum stundum ekki síður en í leiknum. Það er mikið talað við börnin á Dvergasteini og málþroski þeirra er á fljúgandi siglingu.