Börnin á Álfasteini eru nú öll komin í skólann nema eitt barn sem kemur 18. nóvember. Það er yndilegt að koma inn á Álfastein það er svo mikil ró og spekt í litlu krílunum ykkar. Þau dunda sér við að leika sér með dótið og eru ávallt kát og glöð. Stundum sofna þau ofaní matardiskinn sinn en þá er úthald morgunsins búið og þörf á að hlaða orkuna á ný. Þau eru líka ótrúlega dugleg að borða sjálf og oftar en ekki er mjög notalegt að nota auðveldustu leiðina og nota litlu hendurnar. Börnin á Álfasteini eru líka að læra að sitja í söngstundum og samverustundum og gengur það vel. þau geta einbeitt sér smá stund í einu og að sjálfsögðu eru notaðuð leikræn tjáning með söngnum sem fangar athygli barnanna.