Kæru foreldrar

Námið hjá börnunum ykkar gengur vel eins og ætí. Það er yndislegt á svona dögum sem sólin skín og börnin hlaupa um úti og hoppa, hjóla og róla. Gleðin skín úr hverju andliti þar til einhver dettur og þarf plástur á sálina.
Börnin eru öll að hamast við að gera jólagjafir fyrir ykkur foreldrana og það finnst þeim líka mjög gaman. Oft koma spaugilegar athugasemdir og umræður meðal barnanna í leiknum og maður skemmtir sér eins vel og börnin. Suma daga er flæði milli Völusteins og Töfrasteins en þá geta börnin á þessum tveimur deildum farið milli leiksvæðanna á báðum deildunum. Þannig fá börnin fjölbreytt starf auk þess sem þau verða öruggari með að færast milli deilda þegar þar að kemur.