Kæru foreldrar.

Þá er allt að komast í fastar skorður á Völusteini. Barnahópurinn er yndislegur eins og annarsstaðar í skólanum og þau eru dugleg að leika.
Hópastarf, hópavinna og vísindastarf er hafið og börnin glöð og kát.
Í hópastarfinu er börnunum skipt í hópa eftir aldri og þau vinna að ákveðnu þema einu sinni í viku. Í hópavinnunni sem er einu sinni í vikuk er börnunum líka skipt í hópa en ekki endilega eftir aldri. Hver barnahópur fylgir sínum starfsmanni í gegnum leikstöðvarnar sem eru með mismunandi viðfangsefnum. Fyrst er tíminn á svæðunum stuttur c.a. 10 mín en síðan lengist tíminn smátt og smátt eftir því sem úthald barnanna eykst. Í vísindastarfinu sem er á miðvikudögum eru börnin á Töfrasteini með en þá er flæði milli þessara deilda. Útbúnar eru vísindastöðvar á þessum tveimur deildum sem börnin geta farið á milli, rannsakað og skoðað.
Að sjálfsögðu er útiveran í hávegum höfð enda nauðsynlegt fyrir börnin að komast út og fá útrás fyrir hreyfiþörf sinni.
þar til næst
Sólveig