Kæru foreldrar

þá er allt komið í ró og spekt á Dvergasteini og vetrarstarfið byrjað. Börnin fara í hópavinnu einu sinni í viku en þá er börnunum skipt í hópa og hver starfsmaður er með sínum hópi. Barnahóparnir fara svo með sínum starfsmanni á milli leikstöðva með mismunandi viðfangsefnum. Börnin læra að þau þurfa að vera c.a. 10 mín á hverju svæði í einu áður en þau geta skipt um svæði. Þegar lengra líður er hægt að lengja tímann smátt og smátt eða eftir því sem úthald og einbeiting barnanna leyfir.
Útiveran er á sínum stað í starfinu og mikilvægt að börnin geti verið úti í hreyfingu eins mikið og aðstæður leyfa. Börnin eru viljug að fara út að leika og pollarnir eru ekki síður skemmtilegir en sólin.
þar til næst.
Sólveig