Kæru foreldrar

Nú eru flest börnin á Álfasteini komin í leikskólann og búin að aðlagast. Aðeins þrjú börn eftir að koma á deildina. Það má segja að aðlögunin hafi gengið mjög vel. Það er nú ekki skrýtið þó börnin gráti í byrjun þegar þau eru skilin eftir í leikskólanum. Þau hafa ekki verið annarsstaðar en í hlýjum faðmi foreldra sinna svo þetta er mikil breyting fyrir þau. Þessi litlu grjón eru samt ótrúlega dugleg þau treysta starfsfólkinu á deildinni og leita í þeirra faðma þega þau vilja. Börnin eru einnig dugleg að leika og handfjatla leikföngin, þau elstu sem eru farin að ganga fara út að viðra sig þegar veður leyfir meðan hin fá sér smá lúr í vagninum sínum.

Þetta haust er ekkert undanskilið hvað önnur haust varðar en alls kyns pestir láta börnin óspart finna fyrir því. En fyrsta ár barnanna í leikskólanum eru þau að efla mótstöðu ónæmiskerfisins svo þetta er allt mjög eðlilegur hlutur.