Kæru foreldrar.
þá fara blessuð jólin að ganga í garð eftir annasaman desembermánuð.
 
Við starfsfólk leikskólans óskum ykkur öllum, börnunum, foreldrum og fjölskyldum ykkar, gleðilegra jóla og yndislegrar samveru yfir jólahátiðina, megi nýja árið færi ykkur öllum velgengni í lífinu, gæfu og gleði.

Þó allir séu þakklátir fyrir gott frí þessi jól og bíði eftir að fá að slappa af í faðmi fjölskyldu og vina og við lestur góðra bóka, hlökkum við til að hefja starfið með börnunum ykkar á nýja árinu 2019. Það er ánægjulegt að sjá börnin ykkar þroskast og dafna í góðra vina hópi og takast á við uppbyggileg og þroskandi viðfangsefni í skólanum sínum sem fylgir þeim síðan út í lífið.

Það verður foreldramorgunverður í leikskólanum föstudaginn 21. desember en síðan verður ekki foreldramorgunverður fyrr en á nýja árinu eða föstudaginn 11. janúar 2019 
Njótið öll sem best.

Sólveig Einarsdóttir 
leikskólastjóri