Kæru foreldrar


Senn líður að jólaballinu okkar í leikskólanum Vinaminni en það verður föstudaginn 14. desember í Danshöllinni í Drafnarfelli 2

Húsið opnar kl. 8:30 og geta foreldrar og börn þá fengið sér flatkökur með hangikjöti, piparkökur og heitt súkkulaði með rjóma.
Kl: 9:00 byrjar dansleikurinn, ég vil biðja ykkur foreldra að vera dugleg að mynda hringi 3-4 hringi utanum jólatréð svo dansleikurinn geti farið vel fram.

Jólasveinarnir koma í heimsókn sprella eitthvað fyrir börnin og koma með glaðning í poka fyrir þau.
Þegar dansleiknum lýkur fylgið þið börnunum ykkar yfir í leikskólann og getið svo haldið til vinnu ykkar. Þið getið spurt starfsfólk hvort einhver sé kominn yfir í leikskólann ef þið eruð ekki viss hvenær þið getið fylgt barninu ykkar í leikskólann.

Hlökkum til að eiga notalega stund á jólaballinu með ykkur og börnunum ykkar.

Þar til næst

Sólveig 

leikskólastjóri