Kæru foreldrar!

Þá er jólahátíðin liðin og nýtt ár gengið í garð. Ég vona að allir hafi notið samverunnar með fjölskyldum og vinum.
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka ykkur fyrir samstarfið og samveru á árinu 2018

Vetrarstarfið heldur áfram hjá börnunum ykkar í leikskólanum. Við erum byrjuð aftur í hópastarfi og Vísdómsstundum eftir jólamánuðinn og að sjálfsögðu á söngurinn og sagnalestur sinn sess í starfinu okkar. Börnin velja sér viðfangsefni á öðrum tímum sem eflir þau í sjálfstæði og því að hafa frumkvæði. Veðurfarið hefur verið einstaklega milt síðastliðið misseri og börnin hafa getað notið útiverunnar og hreyfingarinnar úti vel þrátt fyrir myrkrið sem umvefur okkur. Við mundum alveg vilja fá smá snjó hérna yfir hólinn og í garðinn okkar til að börnin geti rennt sér á snjóþotum og það yrði svo miklu bjartara yfir, en ekki er á allt kosið. Daginn lengir óðum og sól hækkar á lofti svo við erum glöð í sinni og njótum hvers dags.

Lífið gengur ótrúlega vel í Vinaminni með yndislegu starfsfólki og frábæru fróðleiksfúsu börnunum ykkar.

Þar til næst
Bestu kveðjur
Sólveig