Kæru foreldrar

Þá er aðlögunin búin á Dvergasteini og allir farnir að geta tekið daginn með gleði. Börnin hafa verið dugleg að fara út að leika, svo eru eldri börnin á Dvergasteini með sama aldurshópi barnanna á Völusteini í stöðvavinnu. Börnin eru að byrja að munda pensilinn í smiðjunni og það skemmtilega er að það hefur verið flæði milli Álfasteins og Dvergasteins á föstudögum. Það er yndislegt að sjá litlu krílin á Álfasteini skríða yfir á Dvergastein og eins er gaman að sjá börnin sem voru á Álfasteini í fyrra fara í heimsókn og sýna nýju vinum sínum dótið þar. Það er svo sannarlega hægt að segja að þessi litlu börn hafi vit á því sem þau eru að gera.

þar til næst

starfsfólk Dvergasteini