Kæru foreldrar

Haustið er búið að vera sérstaklega gott þetta árið og mikil útivera. Ekki hefur samt útiveran tekið yfir allt starf deildarinnar því hópastarfið er hafið. Í hópastarfinu eru þriggja ára gömul börn og þau vinna með líkamann, fjölskylsuna sína og nánasta umhverfi. Yngri börnin á Völusteini eru í hópavinnu og stöðvavinnu. Eldri börnin á Dvergasteini taka þátt í stöðvavinnunni á Völusteini. Þriggja ára börnin á Völusteini taka svo þátt í vali með öðrum þriggja ára gömlum börnum á Töfrasteini. Útikennsla er fyrir yngri börnin á Völusteini þegar þriggja ára börnin fara í samval með Töfrasteini. Það er sem sé nóg að gera og börnin una sér vel

þar til næst

starfsfólk Völusteins.