Kæru foreldrar

Jæja það er hringrásin eins og önnur ár. Aðlögun er búin að vera allsráðandi á Álfasteini síðan við opnuðum eftir sumarfrí. Litlu krílin ykkar eru yndisleg og þau öðlast meira og meira öryggi eftir því sem dagarnir líða. Lífið er þess vegna að komast í nokkuð fastar skorður á Álfasteini, það er byrjað að hafa söngstundir, lestrarstundir, börnin hafa sum hver mundað pennsilinn í smiðjunni og útiveran hefur verið notuð mikil. Litlu börnin ykkar eru frábær þau eru nánast hætt að gráta þegar þau eru skilin eftir sem þýðir að þau eru sátt og vonandi líður ykkur foreldrunum vel með þau hjá okkur í Vinaminni.

þar til næst

starfsfólk Álfasteins.