Kæru foreldra

Það er ekki vænlegt að hafa ekki sett inn neina frétt hér á heimasíðu leikskólans Vinaminnis á haustönninni 2018
En nú er bætt úr því og hér kemur smá yfirsýn yfir haustið.

Börnin hafa verið dugleg að leika sér úti frá því við komum úr sumarfríi enda hefur oft verið hægt að fara út i úlpu, húfu og skóm. 🙂 (ekki einu sinni pollabuxur)
Síðan hefur aðlögun nýrra barna einkennt haustið eins og alltaf á þessum tíma. Það hefur að sjálfsögðu tekið á bæði hjá starfsfólki og börnum því það er erfitt fyrir þessu litlu grjón að slíta naflastrenginn frá foreldrum sínum. Þau skilja ekkert í því að þau eru allt í einu skilin eftir í ókunnugu umhverfi og hjá ókunnugu fólki. En allt jafnar þetta sig og börnin læra að treysta starfsfólkinu og læra að njóta lífsins hér.

Vetrarstarfið er að sigla af stað hjá eldri deildum skólans. Vísdómsstundirnar voru settar fimmtudaginn 6. september og mikil tilhlökkun ríkir hjá nemendunum að vinn að undirbúningi fyrir grunnskólann en þau hefja þar nám að ári liðnu.
Hópastarfið á Töfrasteini byrjaði í vikunni 10-14. sept. og er ekki síður tilhlökkun og eftirvænting hjá þeim nemendum að hefja vetrarstarfið. Á Völusteini er vetrarstafið einnig að sigla af stað með fjölbreyttu og skemmtilegu verkefnavali fyrir börnin.

Það er því gleði við völd hér eins og alltaf og þegar aðlögun á yngri deildum skólans lýkur fer skútan okkar að sigla á lygnum sjó.
Þetta er samt sem áður skemmtilegegur tími núna sem batnar bara með því sem tíminn líður fram á haustið.

þar til næst 🙂
bestu kveðjur
Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri