Börnin á Töfrasteini eru frábær, það er gaman að vera með þeim alla daga. Börnin í Vísdómsstundum eru dugleg að vinna verkefnin sín og leika. Þau geta verið að leika við hvert annað eins og enginn sé morgundagurinn. Þau fóru á tónleika í Hörpu 2. október og hlustuðu á Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verkið “ Drekinn innra með mér“. Fjögurra ára gömlu börnin eru byrjuð í hópastarfi, þau ákváðu að læra um krumma og hópurinn þeirra heitir Krummahópur. Þau eru ótrúlega fróð um krumma og eru á fullri ferð að læra meira. Þriggja ára börnin eru líka byrjuð í hópastarfi þau eru að læra um líkamann, fjölskylduna og nánasta umhverfi. Þau eru líka í samvali með þriggja ára gömlu börnunum á Völusteini. Börnin öll sem eitt eru dugleg að leika og una sér vel í leik og starfi á Töfrasteini.

þar til næst

starfsfólk á Töfrasteini