Kæru foreldrar

Nú fer haustið að nálgast og leikur barnanna ykkar fer að færast aftur meira inn en ella. Síðastliðin vika er samt búina að vera einstaklega góð hvað veður varðar og oft erfitt að fá ungviðið inn til að nærast.
Útiveran og útileikir barnanna eru ótrúlega skemmtilegir þau eru á fullu allan daginn, hlaupa, hoppa, skoppa, róla, klifra, renna svo eitthvað sé nefnt og engann skyldi undra þó litlir fætur séu þreyttir að kveldi dags.

Þegar grunnskólabörnin okkar eru horfin á braut á næsta skólastig fer skipulagt starf senn að hefjast. Við munum byrja á Vísdómsstundunum en setning þeirra verður aulýst nánar í tölvupósti.
Hópastarfið fer af stað í kjölfarið og vetrarstarfið allt fer að hefjast.

það er ánægjulegt að geta sagt frá því að nú hef ég ráðið starfsfólk í allar lausar stöður skólans og er nýja starfsfólkið okkar að aðlagast, kynnast börnunum ykkar og læra á starfið í skólanum.

Nokkrir af „gamla starfsfólkinu“ eru í fjarnámi og hafa minnkað við sig vinnu og skemmtilegt að segja frá því að þrír eru í námi í leikskólakennarafræðum og einn í námi í leikskólabrú.

Við ætlum að fara af stað með þróunarverkefni á skólaárinu 2022 – 2023 og sökkva okkur í málþroska barna. Ásthildur Snorradóttir talmeinafræðingur sem hefur óbilandi áhuga á þessum þroskaþætti barna ætlar að vera okkur til stuðnings og leiðbeiningar. Það verður því margt spennandi að gerast hjá okkur en við þurfum á þátttöku ykkar foreldra að halda í þessu verkefni.

Foreldrafundir verða haldnir á haustdögum og verða þeir aulýstir í tölvupósti síðar.

Skólastarfið leggst vel í okkur í leikskólanum Vinaminni og allir tilbúnir til að takast á við vetur konung. Hver árstíð hefur sína sjarma og mikilvægt að nýta sér þá.

Þar til næst
Sólveig Einarsdótti
leikskólastjóri.