Jæja kæru foreldrar þá líður senn að því að hinn daglegi rúntur byrji og leikskólastarfið hefjist eftir sumarleyfi.

Starfsfólk skólans mætir til vinnu á þriðjudaginn en þá er skipulagsdagur hjá okkur. Við förum yfir starfsáætlunina fyrir skólaárið 2022-2023 og ræðum um áherslur í starfinu með börnunum ykkar.

Á miðvikudaginn 9. ágúst mæta svo börnin í skólann hress og galvösk að vanda. Það verður gaman að hitta þau aftur eftir sumarið og eins gaman fyrir þau að hitta vini sína aftur eftir langt og gott frí.

Nýju börnin sem eru að taka sín fyrstu skref í leikskóla mæta svo sum hver mánudaginn 15. ágúst og síðan hvert af öðru næstu mánudaga í ágúst þar til allir eru komnir í leik og starf í Vinaminni.

Við hlökkum til að hefjast handa í skólastarfinu okkar en eins og alltaf þá er jafn gott að byrja starfið eftir sumarfrí eins og það er gott að fara í sumarfrí í lok júní.

Þar til næst

Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri