Kæru foreldar

Nú er heldur betur farið að kólna úti enda kominn vetur. Kuldinn er farinn að nísta inn að beini svo mikilvægt er að kíkja vel yfir útiföt barnanna og athuga hvort þau séu með öll hlýju fötin sín í leikskólapokanum. Eins og það er gott og gaman að vera úti að leika þá getur verið heilt kvalræði að vera úti illa klæddur og kalt á tám og fingrum.

Nú duga til dæmis ekki þunnir fingravettlingar, það er gott ráð að skilja þá eftir heima svo þeir séu hreinlega ekki til taks í leikskólanum. Þunnir fingravettlingar eru hrikalega kaldir og gera ekkert gagn á litlum fingrum. Bestu vettlingarnir eru lopavettlingar ef börnin þola lopann.

Einnig er gott að skoða fótabúnaðinn vel. Þunn og ófóðruð stigvél eru mjög köld og litlir fætur krókna fljótt úr kulda í þannig fótabúnaði. Kuldaskór í kulda, gúmístigvél og ullarsokkar í rigningu.
Lambhúshettur eru mjög góð höfuðföt, þær halda vel að eyrunum og ná niður á háls.


það er mikilvægt að athuga vetrarklæðnað barnanna vel svo þau geti notið útiverunnar.

Leikskólastjóri