Þá fer að líða að sumarfríi og mikið verður það nú gott fyrir börn, foreldra og starfsfólk að fara í frí og hlaða batteríin eftir mjög svo sérstakt Covid skólaár. Nú horfum við björtum augum fram í tímann og vonum að slíkur faraldur komi ekki aftur til okkar.
Vonandi geta foreldrar haft eðlileg samskipti við leikskólann í framtíðinni og við þannig hjálpast að við að efla vellíðan barnanna og þau notið sín enn betur við leik og nám í skólanum sínum.

Sumarstarfið er búið að vera mjög mikið og skemmtilegt í sumar. Yngri börnin þ.e. börnin sem stunda nám á Álfasteini og Dvergasteini hafa tekið þátt í íþróttadögum en þá er farið með íþróttadótið út fyrir garðinn og settar upp skemmtilegar þarutabrautir sem börnin fara í gegnum. Þau hafa tekið þátt í sulludeginum sem heppnaðist mjög vel og þau hafa tekið þátt í gullleitardeginum en það er síðasti dagur íþróttaleikjanna. Börnin á Dvergasteini hafa líka fengið hjóladag. Börnin sem stunduðu nám í Vísdómsstundum síðastliðið skólaár hafa verið í ferðum á hverjum degi síðan þau útskrifuðust úr Vísdómsstundum, ýmisst farið í hjólaferðir eða á söfn, út í Viðey og á aðra staði. Næst elsti barnahópurinn hefru farið í hjólaferðir, á landnámssýninguna, útikennslu, íþróttadaga, sulludag og svo gulleitardaginn.

Sumarhátíðin verður auglýst nánar síðan er hugmyndin er að hafa hana 30. júní svo framarlega sem veðurspáin er góð.