Kæru foreldrar!

Það er með sanni sagt að engar fréttir eru góðar fréttir. Hér í leikskólanum Vinaminni gengur allt sinn vanagang. Börnin ykkar eru á fullri ferð að læra listisemdir lífsins eins og gegnur og gerist. Við söknum þess að fá ykkur foreldra ekki inn í leikskólann svo ég tali nú ekki um föstudagsmorgunverðinn með ykkur foreldrum. En við verðum bara að taka ábyrgðina einu skrefi lengra og halda áfram okkar striki í Covid ástandinu. Ég ætla að senda til ykkar stundatöflur barnanna ykkar núna um helgina þar sem engvir foreldrafundir með kynningu á vetrarstarfinu verða að þessu sinni.
Ég vil minna ykkur á að hringja í deildarstjóra barnsins/barnanna ykkar og heyra hernig gengur, hvað þau eru að gera, syngja, lesa og s.frv. Einhverjir hafa verið að biðja um pósta frá deildarstjórunum en það er miklu persónulegra að hringja og fá að heyra um ykkar barn. Ekki hugsa, ég vil ekki trufla, það er bara milli kl: 11:00-13:00 sem er ekki heppilegur tími að hringja þ.e. í hádeginu þá er mikið að gera, höldum sambandinu milli heimilis og skóla það skiptir svo miklu máli.

Þar til næst
Sólveig
leikskólastjóri