Kæru foreldrar.

Gott veður hefur einkennt vikun sem er nú að líða. Börnin hafa verið sérstaklega dugleg að vera úti að leika og þau njóta þess svo sannarlega vel.
Það er svo gaman þegar þau spyrja: „Hvað á að fara í“ og svarið er „úlpu, húfu og skó“ þau lifna við og stökkva fram í fataklefa, eru eldsnögg að klæða sig í úlpu, húfu og skó og eru farin út. Það munar svo miklu fyrir þau að þurfa ekki að klæða sig í allan vetrarklæðnaðinn.
Hópastarfið og Vísdómsstundirnar eru á síðustu metrunum í starfinu þettað vorið og við tekur annarskonar starf. Við munum fræðast um náttúruna, fylgjast með gróðrinum spretta og nota stækkunargler til að fylgjast með skordýrunum þegar þau fara að vakna til lífsins. Við munum týna rusl í nánasta umhverfi og ræða við börnin um miklvægi þess að fara vel með náttúruna og landið okkar.
Það er svo ótrúlega gott þegar sólin lætur sjá sig og kitlar litlu nebbana úti, það verða allir svo léttir og kátir.

Þar til næst

Sólveig
leikskólastjóri