Kæru foreldrar

Það er árlegur viðburður hjá okkur í leikskólanulm Vinaminni að vera með „Opið hús“ þar sem myndlistarverk barnanna í leikskólanum eru til sýnis. Á þessu vori verður sýningin laugardaginn 18. maí milli kl: 11:00-13:00
Það er börnunum ykkar mikils virði að þið komið smá stund í skólann með þeim þennan dag og skoðið verkin þeirra.
Það er svo skemmtilegt hvað myndlistarverk barnanna eru falleg, einlæg og merkileg. Að mínu viti gefa þessi verk ekkert eftir þegar talað er um myndlist frægra listamanna. Börnin eru svo einlæg og nota myndlistina óháð öllum fyrirmælum og fyrirmyndum þau gera það sem hugur og hönd leggja saman hér og nú og segið mér hvað er mikilvægara en einmitt það. Það er svo ótalmargt sem hægt er að sjá út úr verkum barnanna, þau nota mismunandi hreyfingar við myndlistina, mismunandi liti og þau eru að tjá mismunandi tilfinningar, upplifanir og þrár.
Börnin eru besta fólkið, þau eru framtíð lands og þjóðar og það er skylda okkar að hlúa að og efla sköpunargleði þeirra ásamt öllum öðrum þáttum í lífi þeirra.
Fjölmennið í leiksólann með börnunum ykkar og leyfið þeim að sýna ykkur myndlistarverkin sín. Fáið kaffi, vatn og ávaxtabita, hittið starfsfólkið, aðra foreldra og börn. Eigum notalegan laugardagspart saman í leikskólanum þann 18. maí næstkomandi.
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Takk fyrir hvað þið eruð ótrúlega dugleg að koma í foreldramorgunverðina á föstudagsmorgnum með börnunum ykkar. Þessar stundir efla samstarf foreldra og leikskólans auk þess sem þið foreldrar fáið tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum og deilda með þeim reynslu og líðan barnanna ykkar í leikskólanum.
Bestu kveðjur og takk fyrir yndislegt samstarf elsku foreldrar, besta fólkið ratar í Vinaminni.

Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri.