Kæru foreldrar

Dagur íslenskrar tungu rennur í hlað föstudaginn 16. nóvember. En eins og allir vita er þetta afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar.
Við ætlum að fræða börnin um hvað íslensk tunga er dýrmæt fyrir okkur öll sem búum á Íslandi. Einnig verður börnunum sagt frá því hvernig börn léku sér í gamla daga þegar ekkert dót var til, engvir símar og ekkert sjónvarp. Farið verður með kvæðið „Ein er upp til fjalla“ eftir Jónas Hallgrímsson. Ljóðið verður flutt með myndum til útskýringar svo börnin skilji betur boðskap kvæðisins.

Ein er upp til fjalla
yli húsa fjær.
Út um hamrahjalla
hvít með loðnar tær.
Brýst í bjargarleysi
ber því hyggju gljúpa.
Á sér ekkert hreysi
úti barin rjúpa.

Jónas Hallgrímsson