Vísdómsbörn fóru í sína árlegu heimsókn í Þjóðleikhúsið í morgun. Þar sáum við Bernd Ogrodnik og brúðurnar hans. Maðurinn er algjör listamaður með brúðunar og sýningin töfrum líkust. Því miður má ekki taka myndir á meðan sýningu stendur en börnin geta lýst fyrir ykkur því sem fyrir augu bar. Allir komu glaðir og svangir heim að borða soðinn fisk, namminamm.