Kæru foreldrar á Álfasteini.

Nú eru öll börnin orðin aðlöguð á Álfasteini en það má segja að það hafi tekið nokkuð lengri tíma en oft áður. Ekki vitum við hvað veldur en eitt er víst að þegar börnin hafa tekið tíma í aðlögun leikskólagöngunnar þá verða þau alsæl með námið og þroskast hratt og örugglega inn á næsta aldursstig. Það er ótrúlega gaman að koma inn á Álfastein, börnin eru mjög dugleg að einbeita sér að leiknum, skoða og kanna hluti. Þau eru síbrosandi og ánægð enda er það forsenda góðra stunda í leikskólanum að vera glöð og ánægð. Þau eru dugleg að fara út þegar veður er skaplegt og þau eru farin að vinna verkefni í smiðjunni, mála og því um líkt. Þau fá samverustundir tvisvar á dag þar sem er lesið fyrir þau og eins er söngurinn í hávegum hafður. Starfsfólk deildarinnar er yndislegt og lætur sig varða velferð og velgengni barnanna ykkar.

Þar til næst

Sólveig Einarsdóttir
leikskólastjóri